Gæðastefna
Hirzlan er traust, leiðandi og framsækið fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á húsgagnavörumarkaði sem tryggir gæði og öryggi húsgagna til viðskiptavina sinna.
Umhverfis- og gæðamál eru í hávegum höfð hjá Hirzlunni. Hirzlan verslar einungis við viðurkennda aðila á sviði húsgagnaframleiðslu, einungis aðila sem vinna eftir ströngum ISO stöðlum s.s. ISO14001 og ISO 9004. Einnig er gerð sú krafa að öll húsgögn uppfylli umhverfisvæn skilyrði eins og sett eru fram hjá þeim aðilum sem annast opinber innkaup.
Allir samstarfsaðilar Hirzlunnar vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna að sjálfbærnri þróun.
Sölumenn Hirzlunnar aðstoða þig með að finna umhverfisvænasta kostinn í hverjum vöruflokki. Þetta gera þeir með því að fá svokallaðar EPD skýrslu um þær vörur sem boðið er uppá.
Markmið Hirzlunnar eru eftirfarandi
Setja viðskiptavinninn alltaf í fyrsta sætið
Bjóða uppá vandaðar, vottaðar og traustar lausnir
Allir samstarfsaðilar Hirzlunnar vinna eftir Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna varðandi sjálfbærni
Fyrsta flokks aðbúnaður til innflutnings, geymslu og dreifingu húsgagna